Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2011 12:59

Hrossauppboð og körfuboltamót bættist við Sauðamessu

Óhætt er að segja að Sauðamessuhátíðin í Borgarnesi sem fram fór um síðustu helgi sé tekin að færa út kvíarnar því að á föstudeginum áður fóru fram tveir viðburðir tengdir hinni formlegu hátíð sauðkindarinnar, sem hingað til hefur einskorðast við laugardag. Annars vegar fór fram hrossauppboð í Faxaborg, reiðhöll Borgfirðinga, og hins vegar svokallað Sauðamessumót í körfubolta í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi.

 

 

 

 

 

 

Uppboð endurtekið að ári

Um 130 manns lögðu leið sína í Faxaborg og fylgdust með uppboði á annan tug hrossa. Er þetta í fyrsta skipti sem uppboð af þessu tagi er haldið í tengslum við Sauðamessuna og var um því um hálfgerða tilraunastarfemi að ræða af hálfu skipuleggjenda uppboðsins, þeirra Reynis Magnússonar, Sigurðar Arilíussonar og Sigurðar E. Stefánssonar. Að sögn Reynis þá heppnaðist kvöldið afar vel og hefur stefnan nú þegar verið sett á að halda uppteknum hætti að ári liðnu. Flest voru hrossin slegin á kringum 50.000 kr. en það dýrasta gekk út á 100.000 kr. Uppboðsshaldari var Sveinbjörn Eyjólfsson á Hvanneyri. Reynir sagði ennfremur í samtali við Skessuhorn að fjölmargir af uppboðsgestum hafi skoðað þau hross sem voru til uppboðs, þó heldur færri en mættu hafi boðið í. Ljóst má þó vera að áhugi fólks er umtalsverður og væntir Reynir þess, að fenginni reynslu, að fleiri munu gera tilraun til að bjóða í hross á uppboðinu á næsta ári. Bíða því uppboðsmenn spenntir eftir næstu Sauðamessu.

 

Tólf lið á Skallgrímsmóti

Líkt og á uppboðinu í Faxaborg, var fjölmenni mætt til þátttöku og áhorfs í íþróttamiðstöðinni þegar fyrsta Sauðamessumótið í körfubolta fór fram. Var það körfuknattleiksdeild Skallagríms sem stóð fyrir mótinu. Þátttaka var framar vonum. Tólf lið skráðu sig til leiks og léku í tveimur riðlum. Að sögn Finns Jónssonar, sem skipulagði mótið fyrir hönd körfunknattleiksdeildar, þá gekk mótið vel fyrir sig og gerðu keppendur sem og áhorfendur góðan róm að framtakinu. Bætti Finnur því við að um 300 manns hafi lagt leið sína í íþróttamiðstöðina og gæfi síkt góð fyrirheit um að endurtaka leikinn á næstu Sauðamessu og þá að leika í tveimur keppnisflokkum. Til úrslita léku liðin Sidewinder og Barcelona, en þeir síðarnefndu urðu hlutskarpari og þar af leiðandi fyrstu Sauðamessumeistarar Skallagríms í körfubolta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is