Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. október. 2011 02:01

Samþykktu lög og kusu fyrstu stjórn Grímshússfélagsins

Í liðinni viku var haldinn stofnfundur svokallaðs Grímshússfélags í Borgarnesi og fór fundurinn fram á Hótel Borgarnesi. Tilgangur félagsins er að endurbyggja Grímshúsið í Brákarey og finna húsinu hlutverk, eins og segir í nýsamþykktum lögum þess. Þá vill Grímshússfélagið tryggja að húsið eða sú uppbygging sem félagið hyggst standa fyrir í húsinu verði í samfélagslegri eign.

Stofnun félagsins á sér nokkurn aðdraganda. Hugmyndin er sprottin af frumkvæði aðsópsmikils hóps áhugamanna um útgerðar- og samgöngusögu Borgarfjarðar. Undanfarin ár hefur hópur þessi staðið að gerð líkana af skipum þeim sem um miðbik síðustu aldar voru gerð út af Samvinnufélaginu Grími og Hf. Skallagrími í Borgarnesi. Nafn hússins dregur einmitt nafn sitt af síðarnefnda félaginu sem byggðu það undir starfsemi sína. Að auki hefur áhugahópurinn haft forgöngu að ritun bókar um útgerðarsögu Borgnesinga sem áætlað er að út komi í næsta mánuði.

 

 

 

Eitt hefur því leitt af öðru. Innblásnir að vinnu og árangri Hollvinasamtaka Englendingavíkur auk annarra dæma um vel lukkaðri enduruppbyggingu gamalla húsa á Íslandi, hafa nú einstaklingar þessir ásamt öðru áhugafólki um endurgerð húsa og almennar framfarir í Borgarnesi, tekið höndum saman um stofnun Grímshússfélagsins. Þó ekki hafi verið fastmótað á stofnfundinum hvers konar hlutverk Grímsshúsið eigi að fá, má ljóst vera að útgerðar- og samgöngusaga héraðsins fær þar veglegan sess eins og sést af hvaða bergi frumkvæði þetta er brotið.

 

Stofnfundurinn kaus sér stjórn en til hennar voru kjörin: Sveinn G. Halfdánarson, Sigvaldi Arason, Finnbogi Rögnvaldsson, Eiríkur J. Ingólfsson og Geirlaug Jóhannsdóttir. Á stjórnin eftir að skipta með sér verkum. Alls voru 15 manns sem sóttu fundinn og teljast því formlegir stofnfélagar. Stjórnin vildi koma því á framfæri að hægt væri að gerast stofnfélagi í Grímshússfélaginu fram til áramóta.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is