Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. október. 2011 01:01

Sköllótta söngkonan frumsýnd í Grundarfirði í kvöld

Mikil gróska er í starfsemi Leikklúbbs Grundarfjarðar um þessar mundir, en félagið var endurvakið fyrir örfáum árum, eftir að starfið hafði legið niðri um hríð. Leikklúbburinn hefur frá því í haust notið góðs af nærveru Kára Viðarssonar leikara, leikstjóra og eiganda leikhússins Frystiklefans í Rifi. Kári hélt á vegum leikklúbbsins leiklistarnámskeið í septembermánuði, bæði fyrir þá yngri og eldri. Þar með var kominn meira en nægur mannafli til að takast á við verkefni haustsins en það er gamanleikurinn Sköllótta söngkonan eftir rússneska leikskáldið Eugéne Ionesco. Æfingar hafa staðið yfir að undanförnu og nú er komið að frumsýningu, sem verður í Samkomuhúsinu í kvöld, fimmtudagskvöldið 20. október. Önnur sýning verður síðan á föstudagskvöldið, en næstu sýningar hafa ekki verið ákveðnar.

 

 

 

 

Sköllótta söngkonan er absúrtgamanleikur, sem færður hefur verið á fjalirnar nokkrum sinnum hér á landi og hefur átt vinsældum að fagna víða um heim. Leikverkið er tæpur klukkutími að lengd og því ekkert sýningarhlé. Kári Viðarsson er þekktur fyrir að fara ekki troðnar slóðir í sínum uppsetningum og gerir það heldur ekki í Sköllóttu söngkonunni. Sýningarstjóri er Shelagh Smith og leikarar eru átta, þar af sjö nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

 

Mikill metnaður og leiknesti

“Leikklúbbur Grundarfjarðar hafði samband við mig. Fólkið í honum vildi taka skref áfram og reyna eitthvað öðruvísi en áður. Að mínu mati er þessi þörf fyrir að taka sénsa og ögra sjálfum sér það mikilvægasta sem sérhver leikari og leikstjóri þarf að hafa. Því voru það bara forréttindi fyrir mig að takast á við eitt af klassísku verkum absúrdismans með fólkinu hérna í Leikklúbbi Grundarfjarðar. Það sýndi mikinn metnað og leikneista í þessu ferli og ég er sannfærður um að það skilar sér og í uppsiglingu er góð og skemmtileg sýning. Það er mín von að leikklúbbur Grundafjarðar haldi áfram að prófa nýja hluti því aðeins þannig munu leikarar þess þroskast og styrkjast. Leiklistin er listform sem teygir sig yfir vítt svið og í þessu verki höfum við aðeins snert á litlum skika þess,” segir Kári Viðarsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is