Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2011 10:47

Ætislaus tófan farin að leggjast á sauðfé

Nú er göngum lokið í sveitum landsins og ekki að heyra annað en smalamennskur hafi almennt gengið vel. Bændur hafa þó margir haft á orði að dýralíf í úthaga og á afréttum hafi mikið breyst og er tófunni alfarið kennt um. Mest viðbrigði segja þeir vera áberandi lítið fuglalíf; rjúpa sé nánast ekki til staðar og hvergi heyrist í mófuglum, en tófan sjáist þess meira allsstaðar. Þannig taldi bóndi í leit á Lambatungum á Arnarvatnsheiði þrjá refi og eina rjúpu á ferð sinni, þar sem venjulega eru rjúpur í tugatali á þessum tíma árs. Í nýlegri heimasmölun lands í Stafholtstungum í Borgarfirði töldu bændur þrjá refi og tvo erni. Engin rjúpa var þar sjáanleg þrjátt fyrir að á undanförnum árum hafi hún sést í miklum mæli.

 

 

 

 

Snorri Jóhannesson grenjaskytta á Augastöðum í Hálsasveit kveðst hafa miklar áhyggjur af ástandinu varðandi fjölgun refs með tilheyrandi fæðisskorti hjá honum. Óumflýjanlega muni hann leggjast á sauðfé eins og nýlegt dæmi sannar þar sem tvö lömb frá Giljum í Hálsasveit fundust dýrbitin. Þá vill Snorri vekja athygli á að honum sé ekki kunnugt um að dýraverndarsamtök hafi tjáð sig um refaveiðar nema á þann veg að rannsaka þurfi þetta allt enn betur. „Til dæmis hafði Fuglaverndarfélag Íslands ekki áhyggjur af því þegar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ákvað að hætta að styðja sveitarfélögin til refaveiða. Að þeirra mati var ekki búið að rannsaka hvort refir ætu fugla þannig að stofnar þeirra bæru af skaða. Það eru reyndar líffræðingar sem stjórna því félagi, sem vilja efalaust rannsaka áfram það sem allir vita nú þegar,“ segir Snorri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is