Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. október. 2011 04:01

Sólarhringssöfnun skólafélaganna skilaði sér

Síðastliðinn miðvikudag voru haldnir styrktar- og minningartónleikar fyrir tvíburana Júlíus og Jóel og fjölskyldu en þeir bræður, sem eru 6 ára, hafa misst báða foreldra sína á síðastliðnum 17 mánuðum. Húsfyllir var á tónleikunum í Gamla bíói sem tókust í alla staði mjög vel en þar komu meðal annars fram Kristján Kristjánsson KK, Þjóðlagasveit Akraness, Bjartmar Guðlaugsson, Halldór Bragason og hljómsveit, Siggi Picasso og Dísa, Mugison og Fjallabræður.

 

 

 

 

 

Líkt og kunnugt er hefur Þórdís Ingibjartsdóttir, móðursystir tvíburanna, ákveðið að taka þá að sér en hún bar hitann og þungann að skipulagi tónleikanna. Í vikubyrjun fóru skólafélagar Þórdísar frá Akranesi (árgangur 1971) af stað með sérstaka sólarhringssöfnun í samvinnu við starfsfólk útibús Íslandsbanka á Akranesi og ýmsa góðhjartaða Skagamenn en þessi söfnun var hliðarsöfnun við almennan styrktarreikning sem stofnaður hefur verið fyrir fjölskylduna. Afrakstur söfnunarinnar var svo afhentur á fyrrnefndum styrktar- og minningartónleikum en með framlagi frá góðum bakhjörlum, sem voru útibú Íslandsbanka á Akranesi, Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akranesi og Síminn, náðist að safna 665 þúsund krónum á þessum eina sólarhring.

 

Þó skyndisöfnuninni sé lokið er enn þá hægt að styrkja fjölskylduna og eru frjáls framlög vel þegin: Banki 0186-26-100257 kt. 300571-5579.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is