Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. október. 2011 11:00

Fyrsta tap Snæfells staðreynd

Eftir góða byrjun í IE-deild karla, tvo sigra þar á meðal gegn Íslandsmeisturum KR, máttu karlalið Snæfells þola tap þegar það heimsótti Þór Þorlákshöfn á föstudagskvöldið. Snæfell virtist vera á góðri leið með að landa sigri, var yfir fyrir síðasta leikhluta og með fimm stiga forskot þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. En heimamenn voru seigari á lokakaflanum og náðu að komast yfir á síðustu sekúndum leiksins og sigra 85:83. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og munurinn á liðunum aldrei mikill. Þór byrjaði betur og var yfir eftir fyrsta hluta 18:14. Snæfell herti tökin og jafnaði 21:21 og komust yfir i kjölfarið. Síðan var jafnt á mörgum tölum, þar á meðal þegar blásið var til hálfleiks 41:41.

 

 

 

 

Liðin skiptust á að skora í seinni hálfleiknum og munurinn ekki meira en sex stig til eða frá. Staðan var 64:68 fyrir Snæfell eftir þriðja hluta og hélst sá munur fram á síðustu mínútur. Staðan var 78:83 fyrir Snæfell þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Darrin Goven skotbakvörðurinn í liði Þórs setti þá niður þrist og skoraði síðan í næstu sókn úr teignum, þannig að staðan var orðin jöfn, 83:83.Liðin skoruðu síðan sitthvora körfuna og Þórsarar með boltann þegar 11 sekúndur voru eftir. Annar útlendingur í liði Þórs, Marko Latinovic, gerði síðan út um leikinn með því að skora með sniðskoti rétt áður en lokaflautið gall við.

 

Hjá Snæfelli var Brandon Cotton stigahæstur með 35 stig og enga stoðsendingu. Hefur það vafalaust ráðið úrslitum um að hann hefur nú verið látinn fara frá Snæfelli, eins og fram kemur í frétt hér áðan. Pálmi Freyr Sigurgeirsson kom næstur með 13 stig og 4 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson skoraði 9 stig, tók 9 fráköst og átti 4 stoðsendingar. Quincy Cole skoraði 8 stig og tók 14 fráköst, en hann hitti einungis úr tveimur af tíu tveggja stiga skotum sínum. Hjá Þór var Darrin Govens sigahæstur með 27 stig og 5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson kom næstur með 16 stig þar af fjóra þrista, 5 fráköst og 4 stoðsendingar, og Darri Hilmarsson skoraði 13 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is