Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. október. 2011 08:01

Haldið upp á afmæli leikskólans Hnoðrabóls

Einn minnsti leikskólinn í Borgarbyggð er Hnoðraból í Reykholtsdal. Síðastliðinn fimmtudag var haldið upp á 25 ára afmæli skólans og 20 ára veru hans á Grímsstöðum. Af þessu tilefni var opið hús og slegið upp dýrindis veislu þar sem margir lögðu leið sína; foreldrar og fyrrum nemendur auk annarra gesta. Fyrsta vísi að leikskóla í sveitinni má rekja til að kennarar við Héraðsskólann í Reykholti og grunnskólann á Kleppjárnsreykjum stofnuðu dagheimili Reykholtsdals- og Hálsahrepps árið 1982. Árið 1986 tók síðan sveitarfélagið Reykholtsdalshreppur við rekstri skólans og miðast afmælið nú við þau tímamót. Eftir skamma veru á nokkrum stöðum fluttist skólinn síðan fyrir réttum 20 árum í varanlegt húsnæði að Grímsstöðum í íbúðarhús sem Reykholtsdalshreppur keypti fyrir starfsemina og lagaði að þörfum leikskólans. Það var Halldóra Þorvaldsdóttir í Reykholti sem stakk upp á nafninu Hnoðrabóli í samkeppni um nafn sem fór fram á sínum tíma.

Í dag eru 15 nemendur á Hnoðrabóli á aldrinum 18 mánaða til 5 ára. Koma börnin úr sveitinni og nærliggjandi sveitum, meðal annars úr Þverárhlíð eftir að leikskólahaldi var hætt á Varmalandi í Stafholtstungum. Starfsmenn Hnoðrabóls eru fimm og er Sjöfn G Vilhjálmsdóttir leikskólastjóri.

Á Hnoðrabóli er sérstök áhersla lögð á hreyfingu og hollt mataræði, náttúruna og umhverfið. Í tilefni afmælisins hefur einnig verið ákveðið að efla Hnoðraból enn frekar sem skóla með læsishvetjandi umhverfi.

 

Foreldrafélag Hnoðrabóls leitaði til fyrirtækja og einstaklinga í Borgarbyggð eftir styrkjum í tilefni afmælisins. Sumir gáfu veitingar á afmælisborðið og aðrir peninga, en alls söfnuðust 125.000 krónur sem nýtast munu börnunum á Hnoðrabóli. Börnin sjálf tóku síðan virkan þátt í undirbúningi vegna afmælishaldsins. „Við viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem styrktu okkur og þeirra sem höfðu tök á því að heimsækja okkur á afmælisdegi skólans,“ segir Sjöfn G Vilhjálmsdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is