Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. október. 2011 10:24

Tap fyrir KR þrátt fyrir góða tilburði Skallagrímsmanna

Íslandsmeistarar KR sigruðu Skallagrímsmenn í fyrstu umferð Lengjubikarsins í Borgarnesi í gærkveldi, 82:97, að viðstöddum um 300 stuðningsmönnum heimaliðsins. Þurftu Vesturbæingar að leggja til sigursins mikla orku og átak því Borgnesingar mættu dýrvitlausir til leiks frá fyrstu mínútu og ætluðu sér augljóslega að velgja þeim svart-hvítu ærlega undir uggum. KR-ingar hófu leikinn mun betur og voru komnir með tíu stiga forystu um miðbik fyrsta leikhluta. Vesturbæingar léku öfluga pressuvörn á heimamenn sem gerði það að verkum að Borgnesingar áttu í stökustu vandræðum með framkvæmd leikkerfa sinna. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 17:33.

Skallagrímsmenn voru þó hvergi af baki dottnir og í öðrum leikhluta náðu þeir að þétta vörn sína og saxa jafnt og þétt á forskot KR-inga. Munurinn var aðeins tvö stig 44:46, þegar innan við ein og hálf mínúta var eftir af fyrri hálfleik. Þeir röndóttu löguðu þó stöðuna áður en flautað var til hálfleiks, 44:50.

 

Þrátt fyrir að KR-ingar hafi byrjað seinni hálfleik af miklu kappi, og þannig náð tíu stiga forystu, 50:60, brugðust heimamenn við með klókri gagnsókn sem breytti stöðunni á einu augabragði í 59:61. En aftur blés í mót fyrir heimamenn og fyrir lokakaflann var staðan orðin 63:76 fyrir gestina. Aftur bitu Skallagrímsmenn í skjaldarrendur náðu að minnka muninn í sex stig, 82:88 á lokamínútunum en lengra komust þeir ekki því KR-ingar skoruðu níu síðustu stigin og úrslitin eins og áður segir 82:97.

Dominique Holmes var stigahæstur í liði Skallagríms með 24 stig og 6 fráköst, Lloyd Harrison kom næstur með 17 stig og 7 stoðsendingar, Birgir Sverrisson skoraði 12 stig og tók 5 fráköst, Sigurður Þórarinsson 9 stig og 4 fráköst, Hörður Hreiðarsson 8 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 varin skot, Davíð Guðmundsson 8 stig og aðrir minna.

 

Borgnesingar fá nú örfáa daga í hvíld en framundan er heimaleikur í 1. deildinni gegn liði Hamars frá Hveragerði nk. föstudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is