Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2011 09:01

Ættleiddu tvö börn frá Kína

Bæjarritari Snæfellsbæjar, Lilja Ólafardóttir, er í fæðingarorlofi. Það væri þó ekki frásögu færandi ef ekki væri fyrir þær sakir að hún var, ásamt eiginmanni sínum Trausta Ægissyni, að ættleiða sitt annað barn frá Kína. Í millitíðinni eignuðust þau hjónin þó annað barn með mun hefðbundnari leiðum. Hún segir þó aldrei hafa komið til greina að hætta við ættleiðinguna. “Elstu dóttur okkar fengum við í hendurnar árið 2004 en hún er fædd 2002. Við vorum alltaf ákveðin í að fara aftur og sóttum um aðra ættleiðingu um leið og ár var liðið frá þeirri fyrstu. Svo allt í einu verð ég ólétt og ættleiðingarferlið því sett í bið. Það kom síðan eins og þruma úr heiðskýru lofti símtalið 30. maí síðastliðinn þar sem okkur var tilkynnt að okkar biði barn í Kína,” sagði Lilja meðal annars þegar Skessuhorn kíkti í heimsókn til hennar á Hellissand í síðustu viku. Þar var meðal annars rætt um ættleiðingarferlið, sem hefur breyst mjög frá því Lilja og Trausti ættleiddu í fyrsta sinn, en um tíma leit út fyrir að þau fengu ekki barnið sökum neikvæðrar eiginfjárstöðu.

 

Nánar er rætt við Lilju í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær. Sjá hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is