Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2011 03:01

“Unglingar eru skemmtileg uppspretta og stórkostleg uppfinning”

Rökkurdagar hófust í Grundarfirði sl. þriðjudag og standa fram á sunnudag. Það er menningar- og tómstundanefnd Grundarfjarðar sem sér um dagskrána að þessu sinni en Þorbjörg Guðmundsdóttir, Obba, er formaður hennar. “Dagskráin er mjög fjölbreytt og við pössuðum okkur á því að hafa eitthvað fyrir alla fjölskylduna. Fyrir mér ber brúðusýningin um Gilitrutt hæst á þessu ári en hana kaupum við frá Brúðuheimum í Borgarnesi og bjóðum bæjarbúum frítt. Tónleikar tónlistarskólans, sem er punkturinn yfir i-ið í menningarlífi okkar Grundfirðinga, verða síðan vafalaust glæsilegir að vanda. Það hefur verið mjög spennandi að vinna að dagskrá Rökkurdaga og við erum strax komnar með hugmyndir fyrir næsta ár.

Þá verður hátíðin jafnvel þematengd,” sagði Obba í samtali við Skessuhorn. Það var þó ekki einungis hátíðin sem var til umræðu er blaðamaður kíkti í heimsókn í síðustu viku heldur einnig ástfóstrið sem hún hefur tekið á unglingum svæðisins, ánægjuleg störf innan skólans og önnur óeigingjörn félagsmálastörf.

 

Nánar er rætt við Þorbjörgu Guðmundsdóttur í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær. Sjá hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is