Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. október. 2011 03:53

Akurnesingar vilja að ráðist verði í tvöföldun Hvalfjarðarganga sem fyrst

Fulltrúar allra flokka í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar, með Gunnar Sigurðsson fyrrv. forseta bæjarstjórnar í broddi fylkingar, samþykktu á fundi bæjarstjórnar í gær áskorun til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Alþingis, að hefjast nú þegar handa um tvöföldun Hvalfjarðarganga. Í greinargerð með tillögunni, sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn, segir að frá því að Hvalfjarðargöng voru opnuð árið 1998 hafa áhrif þeirra verið mikil og jákvæð sunnan og norðan Hvalfjarðar. Umferð hafi aukist ár frá ári og þrátt fyrir eilitla minnkun á yfirstandandi ári sé umferðin orðin það mikil að öryggi vegfarenda verði best tryggð með tvöföldun ganganna.

 

 

 

 

 

“Nú fara um 5.300-5.400 bílar að meðaltali daglega um Hvalfjarðargöng og í júlí og ágúst sl. var umferðin á dag að meðaltali um 7.100 bílar. Þá er ljóst að tvöföldun Hvalfjarðarganga er stórverkefni sem hefði án vafa jákvæð áhrif á atvinnulíf samhliða því sem unnið væri að nauðsynlegu samgöngu- og öryggismáli. Um þessar mundir er mun hagkvæmara að leita tilboða í verkefnið í stað þess að bíða þar til tvöföldun verður vegna aukinnar umferðar. Öll nauðsynleg undirbúningsgögn liggja fyrir varðandi verkefnið og því einfalt og fljótlegt að koma verkefninu í framkvæmd,” segir ennfremur í bókun með tillögunni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is