Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2011 03:01

Vökudagar hefjast í dag

Vökudagar hefjast á Akranesi í dag og standa til 6. nóvember. Er þetta í níunda sinn sem menningarhátíð þessi er haldin. Tómas Guðmundsson verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað hefur komið að skipulagningu Vökudaga undanfarin sex ár. Segir hann gleðilegt frá því að segja að hátíðin hafi vaxið að umfangi frá ári til árs en boðið verður upp á nálægt sextíu viðburði undir merkjum hennar að þessu sinni.

„Það er greinilegt að Vökudagar hafa fest sig í sessi í menningarlífinu hér í bæ. Ólíkt öðrum menningarhátíðum sem haldnar eru er dagskráin að mestu leyti byggð upp á heimafengnu efni. Viðburðirnir endurspegla að menningarlífið er öflugt hér í bæ og hlúð að því víða, sérstaklega tónlistarlífið," sagði Tómas meðal annars í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

"Skólarnir bjóða allir upp á dagskrá af einhverju tagi, boðið verður upp á jass, blús og Þjóðlagasveitin okkar lætur sitt ekki eftir liggja svo eitthvað sé nefnt. Ráðstefnan „Brjótum múra“ um málefni innflytjenda og fjölmenningu, og Þjóðahátíðin skipa veglegan sess á Vökudögum en annars er of langt mál að telja upp einstaka liði dagskrárinnar. Kynnigarbæklingur verður borinn í hús á Akranesi þar sem dagskrárliðum verða gerð góð skil,“ segir Tómas.

Segir hann Skagamenn hafa verið mjög duglega að sækja viðburði og áberandi sé undanfarin ár hvað fólk sé að koma lengra að. „Það er ekki gott að slá tölu á mætingu en það hleypur á þúsundum. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér dagskrána vel og láta sjá sig. Góð mæting er hvati fyrir þá sem að henni standa og gefur byr í seglin með áframhald en aðsókn hefur verið til fyrirmyndar undanfarin ár.“

Í kvöld eru þrír viðburðir á dagskrá. Milli kl. 20 og 21 býður Gallerí Urmull öllum bæjarbúum og öðrum gestum að kíkja í heimsókn í Skagamollið þar sem ýmis afsláttartilboð verða í gangi og heitt á könnunni. Þá mun Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, sópransöngkona og bæjarlistamaður Akraness 2011, halda tónleika í Vinaminni kl. 20. Á tónleikunum mun Hanna Þóra líta yfir farinn veg og syngja lögin sem hún hefur verið að syngja í gegnum tíðina í bland við uppáhaldslögin sín, alls konar lög úr öllum áttum. Að lokum verða verður Jazzkvintett, ásamt söngkonunni Eddu Borg, með tónleika í Tónbergi kl. 21. Kvintettinn skipa Björn Thoroddsen á gítar, Þórir Baldursson á píanó, Bjarni Sveinbjörnsson á bassa, Sigurður Flosason á saxófón og Einar Scheving á trommum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is