Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2011 12:06

Vökudagar hófust í gær

Formleg dagskrá Vökudaga á Akranesi hófst í gær. Á hátíðinni er boðið upp á um sextíu dagskrárliði og ættu allir að finna eitthvað við hæfi. Þó ekki hafi verið um formlega opnunarhátíð að ræða hefur sú hefð skapast að tónleikar Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur sópransöngkkonu séu fyrsti dagskrárliður á Vökudögum og var sú hefð haldin í heiðri en hún hélt sína tónleika í Vinaminni í gærkvöldi við undirleik Hrannar Þráinsdóttur píanóleikara. Ljósmyndasýning Vitans er haldin í gamla BT rýminu að Dalbraut 1 en hluta sýningarinnar er einnig að sjá í verslunum og á þjónustustöðum í kjarnanum. Þá bauð Gallerý Urmull við Kirkjubraut 54 gestum til sín í Skagamollið. Í Tónbergi tróð Edda Borg upp með sína jasstónleika ásamt kvintett sem samanstendur af ekki minni mönnum en þeim Birni Thoroddsen á gítar, Þóri Baldurssyni á píanó, Bjarna Sveinbjörnssyni á bassa, Einari Scheving á trommur og Sigurði Flosasyni á saxófón.  

Hátíðin stendur formlega til 6. nóvember en ýmsir viðburðir verða þó undir merkjum Vökudaga út nóvembermánuð. Sjá nánar í bæklingi sem sendur var í hús og í auglýsingu í Skessuhorni vikunnar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is