Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. október. 2011 12:22

Allt er bjart yfir okkur tveim – því ég er kominn heim!

Tilkynnt var á herrakvöldi ÍA síðasta föstudagskvöld að skrifað hafi verið undir samning um að Jóhannes Karl Guðjónsson muni spila með ÍA í Pepsi-deildinni næsta sumar. Fagna menn þessu enda mikill styrkur fyrir félagið að fá öflugan miðjumann í liðið. Sjálfur er Jóhannes Karl í skýjunum yfir þessari niðurstöðu enda skrifaði hann á fésbókarsíðu sína: „Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart yfir okkur tveim, því ég er að koma HEIM!“  ÍA er eins og kunnugt er uppeldisfélag Jóhannesar Karls. Legið hefur fyrir um nokkurt skeið að vilji væri fyrir að fá hann heim til liðs við gamla félagið sitt og koma þessar fréttir nú því ekki á óvart enda hefur vilji hans einnig legið í sömu átt.  

Jóhannes Karl fór ungur í atvinnumennsku og hefur m.a. spilað með Genk, RKC Waalwijk, Real Betis, AZ Alkmaar og ensku liðunum Aston Villa, Wolves, Leicester og Burnley. Í fyrra gekk hann í raðir Huddersfield Town. Hann á 34 A-landsleiki að baki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is