Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. október. 2011 08:01

Íslandsmót í járningum hluti af fræðsludögum Félags járningamanna

Fræðsludagar um járningar fóru fram um síðustu helgi á Hvanneyri og Miðfossum. Það var Endurmenntunardeild LbhÍ ásamt Félagi járningamanna sem stóð fyrir þeim og var góð aðsókn á alla viðburðina. Mættu til að mynda um 60 manns á námskeið, yfir 100 manns á fræðslufyrirlestra og ríflega 200 manns á opinn dag í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum. Félag járningamanna fékk til landsins hinn þekkta járningamann Mitch Taylor frá Bandaríkjunum og hlaut hann mikið lof fyrir sitt framlag til fræðsludaganna. Fjölmargir aðilar er tengjast járningavörum kynntu þær og það nýjasta á boðstólnum, svo sem Ásbjörn Ólafsson ehf, O. Johnson og Kaaper ehf, Brimco, Ástund og Lífland.

 

 

 

 

Í lok dagskrár fór fram þriðja Íslandsmótið í járningum. Mustad og O. Johnson og Kaaber ehf gáfu verðlaunin. Alls voru keppendur sjö og var mjög mjótt á munum. Í fyrsta sæti varð Högni Sturluson, í öðru Leó Hauksson og í því þriðja Erlendur Árnason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is