Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. október. 2011 06:44

Fóru til aðstoðar tveimur rjúpnaskyttum

Rjúpnaveiðitímabilið hófst sl. föstudag. Ekki fóru björgunarsveitir varhluta af því. Félagar úr björgunarsveitunum Heiðari í Borgarfirði og Brák í Borgarnesi voru á föstudagskvöldið kallaðar út til aðstoðar tveimur mönnum á rjúpnaveiðum sem tapað höfðu áttum þar sem þeir voru staddir töluvert norðvestan við Hreðavatn, skammt frá Vikravatni. Höfðu mennirnir samband við Neyðarlínuna eftir að skyggja tók og óskuðu eftir aðstoð þar sem þeir voru ekki vissir um staðsetningu sína. Þegar björgunarmenn náðu sambandi við þá kom í ljós að GPS tæki var með í för svo hægt var að fá nokkuð nákvæma staðsetningu þeirra. Treystu rjúpnaskytturnar sér ekki til að fara eftir tækinu til byggða auk þess sem orka var ekki til staðar fyrir meiri göngu. Laust fyrir miðnætti um kvöldið komu björgunarmenn að mönnunum. Þeir voru þá nokkuð slæptir og þreyttir en eftir smá hressingu treystu þeir sér til að ganga með björgunarsveitamönnum í bílana sem staddir voru ofan við Hreðavatn. Tók sú ferð hálfa aðra klukkustund. Björgunarstörfum lauk því farsællega um miðjan nótt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is