01. nóvember. 2011 02:01
Í kvöld, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20, heimsækir Óskar Guðmundsson rithöfundur Bókasafn Akraness og fjallar um áhugaverða tíma í sögu Skagamanna. Kvöldstundin er samstarfsverkefni Vökudaga og Snorrastofu í Reykholti. Óskar hefur nýlokið við ævisögu Þórhalls Bjarnarsonar (1855-1916), sem snemma á stjórnmálaferli sínum varð varð fulltrúi Borgfirðinga á Alþingi. Þar er vitnað til skemmtilegra frásagna frægra Akurnesinga, Hallgríms í Guðrúnarkoti og sr. Þorvaldar Böðvarssonar, sem studdu Þórhall af alefli til framboðs. Bókasafnið býður kaffi og piparkökur.