Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. nóvember. 2011 03:21

Hæsta tilboð í Þverá tæpar 112 milljónir króna

Sextán hagsmunaaðilar voru mættir á LEX lögfræðiskrifstofu í Reykjavík í dag þegar opnuð voru tilboð í leigu Þverár og Kjararár í Borgarfirði næstu fimm árin. Ekki var laust við að spennu gætti í hópnum enda var þetta í fyrsta skipti í aldarfjórðung sem árnar eru boðnar út, en veiðifélagið Sporður hefur á þeim tíma haft þær á leigu. Samtals bárust sjö gild tilboð í leiguna. Hæsta tilboðið barst frá þeim Halldóri Hafsteinssyni, Ingólfi Ásgeirssyni og Davíð Mássyni, fyrir hönd óstofnaðs félags, en þeir buðu 111,7 milljón krónur í árnar. Næsthæsta tilboðið var örlítið lægra, frá Lax-á ehf., og hljóðaði upp á 111,2 milljónir. Veiðifélagið Hreggnasi ehf var svo með þriðja hæsta tilboðið upp á kr. 108 milljónir. Lægsta tilboð kom frá Tail ehf og hljóðaði það upp á 88 milljónir.

 

 

 

 

 

Kristján F. Axelsson formaður stjórnar Veiðifélags Þverár sagði í samtali við Skessuhorn að nú yrði farið yfir tilboðin því að ýmsu væri að hyggja varðandi leigu ánna og tveggja veiðihúsa þeim tengdum. Verðið eitt og sér segði ekki allt. „Ég held að upphæð tilboðanna hafi verið nokkuð í takt við væntingar eigenda. Hæstu tilboðin þó heldur hærri en menn voru búnir að sjá fyrir, svo ég held menn geti verið sáttir,“ segir Kristján.

 

Tilboðin í Þverá eru talin leggja línurnar varðandi verðmiða á laxveiðiár á næstunni en nú styttist í að leigusamningar t.d. Norðurár og fleiri fengsælla laxveiðiáa á Vesturlandi renni út.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is