Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2011 10:51

Framundan er stofnfundur Þróunarfélags Snæfellinga

Stofnfundur Þróunarfélags Snæfellinga verður haldinn mánudaginn 7. nóvember nk. í húsakynnum Hraðfrystihúss Hellisands í Rifi og hefst klukkan 15. Á stofnfundinn munu m.a. mæta Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Jón Ásbergsson forstjóri Íslandsstofu og ræða hvernig starfsemi stofnana þeirra geti komið fyrirtækjum á Snæfellsnesi að gagni. Ennfremur hvernig fyrirtæki í nýsköpun, ferðaþjónustu og sjávarútvegi geta sameinast um tiltekin verkefni í klasa og gert sig þannig öflugri.  Í sumar og haust hefur að undirlagi forsvarsmanna nokkurra útgerðarfyrirtækja á Snæfellsnesi verið unnið að undirbúningi að stofnun hlutafélags, Þróunarfélags Snæfellinga.

Félaginu er ætlað að sporna gegn óæskilegri byggðaþróun á svæðinu með því að sameina krafta einstaklinga og fyrirtækja á svæðinu og snúa vörn í sókn. „Hlutverk félagsins og tilgangur er að aðstoða við að efla starfandi fyrirtæki og koma á fót nýrri starfsemi er auki hagnað og hagsæld á starfssvæðinu. Það verði m.a. gert með því að kanna eða láta kanna fýsileika verkefna og tengja aðila saman um frekari aðkomu og þróun þeirra. Bætt afkoma heimila og fyrirtækja er alger forsenda fyrir jákvæðri íbúaþróun á Snæfellsnesi. Markmiðið er að fjölga atvinnutækifærum á svæðinu með sameiginlegu átaki fyrirtækja, stofnana og einstaklinga,“ segir í tilkynningu frá undirbúningshópi að verkefninu.

Undirbúningsaðilar fengu Sturla Böðvarsson fv. bæjarstjóra, alþingismann og ráðherra til þess að taka að sér vinnu við að undirbúa stofnun félagsins og að kynna verkefnið fyrir ýmsum fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum svo og bæjarráðum sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa lýst yfir áhuga sínum. Þá er þess vænst að bæjarfélögin á Snæfellsnesi verði hluthafar í Þróunarfélaginu. Gert er ráð fyrir að Sturla muni áfram sinna starfi framkvæmdastjóra félagsins. „Allir einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir sem starfa eða vilja starfa á Snæfellsnesi eru velkomin á stofnfundinn og að gerast stofnaðilar að þróunarfélaginu,“ segir Halldór Árnason í tilkynningu f.h. undirbúningsstjórnar Þróunarfélags Snæfellinga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is