Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2011 12:01

Frá Puerto Rico til Íslands

J. Williams Flores sýnir verk sín í Listasetrinu í Kirkjuhvoli nú á Vökudögum sem fram fara á Akranesi. Sýnir hann þar málverk og rafmagnsgítara af öllum gerðum sem hann hefur viðað að sér héðan og þaðan. Gítarana hefur hann gert upp og skreytt listilega með útskurði sem hann málar svo þannig að úr verða listaverk sem hægt er að spila á. William er ættaður frá Puerto Rico en hefur búið hér á landi síðan 1996. „Ég kynntist kærustunni minni, Bjarneyju Guðbjörnsdóttur í Puerto Rico þegar hún var þar sem skiptinemi, svo ætli það sé ekki hægt að segja að ástin hafi dregið mig hingað, og ævintýramennskan,“ segir William aðspurður um ástæðu þess að hann endaði Íslandi.

 

 

 

 

„Ég kom hingað beint á Skagann og hef því búið hér í um fimmtán ár, svo það hlýtur að vera gott að vera hér. Við eigum saman tvö börn og það þriðja er á leiðinni.“ William hefur unnið ýmis störf síðan hann fluttist til Íslands en frítímann notar hann í listsköpun.

„Ég hef unnið sem smiður, hjá Norðuráli og nú síðast hjá Orkuveitunni, en hef verið atvinnulaus í um ár. Listsköpun hefur alltaf átt sterk ítök í mér, ég hef málað mikið og undanfarið hef ég verið að prófa mig áfram með að kaupa rafmagnsgítara á netinu, gera þá upp og skreyta. Ég sker í þá munstur og mála og er að sýna afraksturinn í Listasetrinu nú á Vökudögum,“ segir William. Hann segir viðtökurnar hafa verið umfram væntingar. Hann sé að þessu fyrst og fremst sér til ánægju og geri sér grein fyrir því að hann muni seint lifa alfarið á listsköpun sinni. „En ef einhver annar nýtur þess sem ég er að gera er ég ánægður, hvort ég kem til með að lifa alfarið á þessu einhvern tíma er ekki gott að segja. Það tekur langan tíma og margar sýningar að skapa sér nafn. Þetta er önnur sýningin sem ég held hér í Kirkjuhvoli svo það er fullsnemmt að fara að láta sig dreyma um frægð og frama,“ segir hann að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is