Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2011 03:01

Segir Grundartanga hafa allar grunnaðstæður til að dafna og stækka

Rakel Óskarsdóttir á Akranesi varði nýverið meistararitgerð sína í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við HÍ. Í ritgerðinni veltir hún upp rannsóknar-spurningunni: „Er staðbundinn iðnaðar- og framleiðsluklasi á Grundartanga?“ Kemst hún að þeirri niðurstöðu að Grundartangi sé hafnsækinn klasi í mótun, fyrir iðnaðar-, athafna- og hafnarstarfsemi. Augljóst sé að þungamiðja Grundartangasvæðisins eru iðjuverin tvö ásamt Grundartangahöfn. Smærri fyrirtækin, sem unnið hafa fyrir Elkem Ísland og Norðurál hf., hafi svo fjárfest í lóðum og byggt upp starfsaðstöðu á svæðinu í von um aukin verkefni og frekari samvinnu.

 

 

 

 

Rakel segir vaxtarmöguleika svæðisins tengjast höfninni og hafnarstarfsemi sem leitt gæti af sér fjölda beinna og afleiddra starfa og fjölgun þjónustufyrirtækja á Grundartanga. Til þess að vöxtur geti orðið, og samkeppnishæfni svæðisins þar með aukin, þurfi þó að stækka vatnsveitu, koma á hitaveitu og efla samgöngur. Skessuhorn fékk að rýna í ritgerðina og ræddi einnig við Rakel um hennar hugmyndir varðandi atvinnumöguleika svæðisins, sem hún segir mjög góða. Viðtal við hana er í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is