Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2011 11:14

Vel heppnað haustmót fimleikasambandsins á Akranesi

Haustmót Fimleikasambands Íslands fór fram á Akranesi um liðna helgi.  Þar voru skráðir til leiks 680 keppendur, 59 lið frá níu fimleikafélögum.  Keppendur komu bæði af suðvesturhorninu, norðan frá Akureyri og austan frá Egilsstöðum. Keppni hófst síðdegis á föstudag og lauk á miðjum sunnudegi. Mótið fór sérlega vel fram og mörg glæsileg tilþrif sáust um helgina. Áhorfendur voru fjölmargir og má leiða að því líkum að ekki færri en 2000 manns hafi sótt Akranes heim vegna mótsins.

Helstu úrslit urðu þau að Evrópumeistarar Gerplu sigruðu í meistaraflokki. Í 1. flokki sigraði stúlknalið Stjörnunnar og blandað lið stúlkna og drengja frá Selfossi. Í 2. flokki og opnum flokki sigraði Stjarnan, í 3. flokki stúlknalið Selfoss og drengjalið Gerplu. Í 4. flokki sigraði stúlknalið Gerplu og lið Hattar frá Egilsstöðum í blönduðum flokki. Í 5. flokki var lið Stjörnunnar hlutskarpast bæði hjá drengjum og stúlkum.

 

Lið Fimleikafélags Akraness, FIMA, stóð sig með mikilli prýði og var oft með efstu liðum á einstökum áhöldum, þó heildarárangur samanlagður á öllum áhöldum hafi ekki skilað þeim í efstu sæti að þessu sinni. Að sögn Sævars Haukdals formanns FIMA hefur Akraneskaupstaður stutt vel við bakið á gróskumiklu starfi félagsins að undanförnu og komið að nauðsynlegri endurnýjun á áhöldum og búnaði. Mikil ánægja var meðal þátttakenda, þjálfara og aðstandenda þátttökuliða með þá aðstöðu sem FIMA bauð uppá, enda eru flest keppnisáhöld ný og af bestu mögulegum gæðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is