Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2011 01:01

Reykholtsskóli í 80 ár - saga sem ekki má gleymast

Framundan eru tímamót í héraðssögu Borgfirðinga þegar 80 ár verða liðin frá stofnun Héraðsskólans í Reykholti. Hornsteinn að skólanum var lagður 17. júní 1930 og skólinn settur í fyrsta skipti hálfu öðru ári síðar, þann 7. nóvember 1931. Að byggingu og undirbúningi skólans komu margir héraðsmenn og óhætt er að segja að þar hafi verið lyft grettistaki í krafti vilja til menntunar og framfara. Skólinn starfaði með miklum blóma allt fram á vor 1997, en þá var honum slitið í síðasta sinn. Á morgun, laugardaginn 5. nóvember verður afmælis gamla Héraðsskólans minnst með samkomu í Reykholti.

 

 

 

 

Alla tíð síðan hafa heimamenn horft með söknuði til skólalífsins, sem auðgaði Reykholt á svo marga vegu. Um sama leyti og skólinn lagðist af hafði Reykholtssöfnuður reist kirkju og Snorrastofu í Reykholti. Snorrastofa var formlega sett á laggirnar á dánardegi Snorra Sturlusonar 23. september 1995 og kirkjan vígð 28. júlí 1996. Síðan hefur starfsemi Snorrastofu og kirkjunnar einkum einkennt yfirbragð staðarins. Þar er nú einnig rekið Fosshótel allt árið, en frá 1975 og fram að lokum skólans var þar jafnan rekið sumarhótel.

 

Á árunum eftir 70 ára afmæli Reykholtsskóla, sem haldið var í nóvember 2001, kom fram hugmynd um að skrá sögu skólans og því yrði lokið á 80 ára afmælinu 2011. Davíð Pétursson á Grund boðaði áhugafólk um söguritunina til fundar um málið í Reykholti 2. febrúar 2009. Síðan hafa ritnefndarmenn orðið: Davíð Pétursson, Reynir Ingibjartsson, Pétur Bjarnason og Guðmundur Einarsson. Bergur Þorgeirsson hefur verið fulltrúi Snorrastofu, sem er samstarfsaðili að skólasögunni. Ritnefndin samdi við Lýð Björnsson sagnfræðing um ritun skólasögunnar, sem þegar hafði viðað að sér miklu efni um skólann og var þegar er til hans var leitað langt kominn við að skrá sögu Hvítárbakkaskóla, forvera Reykholtsskóla.

 

Það er þessi ritnefnd, sem stendur nú að afmælishátíðinni ásamt Snorrastofu og fer hátíðin fram í Reykholtskirkju, laugardaginn 5. nóvember næstkomandi. Dagskráin hefst kl. 14 og á henni flytur innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson ávarp, Davíð Pétursson og Pétur Bjarnason ritnefndarmenn rekja störf nefndarinnar og minnast liðinna daga, Bergur Þorgeirsson segir frá Snorrasafninu og Héraðsskólanum, Snorri Þorsteinsson og Þórunn Reykdal fjalla um skólasöguna, Óli H. Þórðarson lýsir sönglífinu í skólanum, Reykholtskórinn syngur nokkur lög frá skólaárunum undir stjórn Viðars Guðmundssonar og Kristrún Heimisdóttir segir frá ömmu og afa í Reykholti, sr. Einari Guðnasyni og frú Önnu Bjarnadóttur. Þá mun sr. Geir Waage einnig ávarpa samkomuna.

 

Í kaffihléi verða seldar veitingar í safnaðarsal fyrir kr. 500 og á hátíðinni verður einnig hægt að gerast áskrifandi að bók Lýðs, sem er á lokastigi. Þá hefur Snorrastofa stofnað Hollvinafélag Reykholts, sem ætlað er öllum sem vilja stuðla að og styrkja uppbyggingu staðarins í Reykholti.

 

Fosshótel býður í tilefni hátíðarinnar tveggja mann herbergi auk 3ja rétta máltíðar fyrir tvo skv. vali kokksins fyrir kr. 19.400. Rétt er að minna á að framboð herbergja er takmarkað. Aðstandendur hátíðarinnar vonast til að sjá sem flesta nemendur, kennara og starfsfólk Reykholtsskóla í gegnum árin, auk annarra, sem áhuga hafa fyrir sögu og mannlífi héraðsins.

-fréttatilkynning.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is