Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2011 11:01

Vill láta reyna á kosningaloforðin og neitar því að leigja kvóta

Hallgrímur Pálmi Stefánsson sjómaður á Akranesi hefur undanfarið ár gert út smábátinn Smyril SU í krókaaflamarkskerfinu. Hann hefur líkt og fleiri í sömu sporum ákveðið að láta á það reyna hvort útgerðarleyfið verði innkallað vegna veiða án kvóta. Síðastliðinn mánudag fékk Hallgrímur skeyti í ábyrgðarpósti frá Fiskistofu þar sem honum var tilkynnt um sviptingu veiðileyfis vegna þess að hann hafi ekki haft veiðiheimildir fyrir lönduðum afla úr þremur síðustu róðrum sínum, samtals 140 kílóum af þorski og ufsa. Hallgrími finnst það skjóta skökku við að hann einn manna hafi fengið tilkynningu um sviptingu veiðileyfis, margir aðrir en hann hafi verið að lengur og landað meiri afla án kvóta.

„Það er hins vegar gott að bréfið skuli vera komið, nú fer þetta í lögfræðilegan farveg og verður látið reyna á lögmæti þessa gjörnings. Ég get leyst þetta mál með því að leigja til mín kvóta fyrir þessum kílóum sem ég hef landað. Það ætla ég hins vegar ekki að gera þar sem ég, eins og fleiri í minni stétt, teljum það bæði í hæsta máta ósanngjarnt og ólöglegt. Nú munum við láta reyna á þetta til fullnustu fyrir dómi. Það er kominn tími til að herma upp á stjórnvöld loforð þeirra um frjálsar handfæraveiðar síðan í síðustu kosningabaráttu.“

Hallgrímur segir frekar aumt til þess að vita að meðan ýmsar tegundir af úthlutuðum kvóta klárist ekki vegna misræmis milli tegunda sé verið að stilla smábátasjómönnum upp við vegg fyrir það eitt að láta reyna á það sem stjórnvöld hafi lofað. Hann segist ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að standa í langvarandi málaferlum. „Ég keypti bátinn upphaflega vegna fyrrgreindra loforða um frjálsar handfæraveiðar en þeir dagar sem okkur eru úthlutaðir til veiða duga einfaldlega ekki til að standa undir þeim rekstri. Lúðvík Kaaber lögfræðingur sem hefur unnið mikið með smábátasjómönnum í þeirra réttindabaráttu hefur tekið mál mitt að sér og ég veit af stuðningi félaga minna sem standa í sömu sporum og ég svo ég hef ekki stórar áhyggjur. Nú eru smábátasjómenn að skipuleggja mótmæli fyrir framan sjávarútvegsráðuneytið. Við stefnum á að ná þangað að minnsta kosti 100 manns og láta í okkur heyra þann 11. nóvember næstkomandi,“ segir Hallgrímur að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is