Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2011 04:01

Lífsdagbók ástarskálds á sögulofti Landnámsseturs

Lífsdagbók ástarskálds var nýverið frumsýnd á sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi. Í sýningu sinni gerir Þórarinn Hjartarson að umfjöllunnarefni ævi og ástir Páls Ólafssonar skálds sem uppi var 1827 – 1905. Páll varð snemma landsþekktur fyrir snjallar og gamansamar lausavísur og mjög persónulega ljóðagerð. Yrkisefni hans og lífsviðhorf eru vaxin úr jarðvegi íslenskrar sveitamenningar og þess vegna hefur hann oft verið talinn merkisberi alþýðuskálda. Hann orti mörg hundruð ástarljóð til seinni konu sinnar Ragnhildar á 40 árum sem þau voru samvistum en þau voru gift seinni hluta þess tíma og dró það síst úr hita ljóðanna. Fá ástarljóðanna voru gefin út um hans daga en þorri þeirra 66 árum eftir dauða hans.

Þórarni hefur kveðskapur Páls verið hugleikinn en hann hefur sungið ljóðunum líf í brjóst undanfarinn áratug og hafið til vegs og virðingar að nýju meðal annars með útgáfu plötunnar „Söngur Riddarans“ sem hann gaf út ásamt Ragnheiði Ólafsdóttur. Á sýningunni í Landnámssetrinu rekur Þórarinn ástar- og æfisögu skáldsins í söng, ljóðum og frásögn.

Kraftaverk þykir að ljóð Páls skyldu ekki falla í gleymsku en kveðskapur hans er að megninu til sóttur í eitt ljóðahandrit. Ferðasaga handritsins spannar rúma sex áratugi en árið 1918 komst það í hendur sonar þeirra Páls og Ragnhildar, Björns Kalmans. Þegar Björn stóð í flutningum kom hann kistli með handritinu fyrir í geymslu hjá mágkonu sinni, Efemíu Waage. Þegar Efemía sjálf stóð í flutningum kom hún kistlinum fyrir í geymslu hjá Leikfélagi Reykjavíkur sem hafði þá geymsluaðstöðu í hálfbyggðu Þjóðeikhúsi. Árið 1940 tók Breski herinn húsið yfir og var Íslendingum bannaður aðgangur að því. Í stríðslok var Jón Ásgeirsson tónskáld, þá unglingur, að taka til eftir veru Bretanna í húsinu og fann þar í ruslahrúgu skrifbók sem á vantaði kápuna. Bókinni kom hann í geymslu hjá móður sinni þar sem hún lá í geymslu í hartnær 25 ár. Í byrjun áttunda áratugarins var svo Andrés Valberg hagyrðingur, kvæðamaður og safnari að aðstoða móður Jóns við flutninga þegar hann rak augun í handritið og kom því til Ragnars í Smára útgefanda.

 

Sýndar hafa verið sex sýningar á Söguloftinu og hafa þær fengið góðar viðtökur. Dæmi eru um að þeir alhörðustu hafi séð sýninguna þrisvar sinnum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is