Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2011 01:41

Rafmagnsbilun í Dölum var við Kolsstaði

Rafmagnið í sunnanverðum Miðdölum komst á rétt upp úr klukkan ellefu í dag og hafði þá verið rafmagnslaust í sjö tíma. Það var við bæinn Kolsstaði undir Sauðafellinu sem staurasamstæða brotnaði eftir að mikil ísing safnaðist á línuna, en um gamla sveitalínu er að ræða. Frá Rarik fengust þær upplýsingar að það sem gerðist í Miðdölum í nótt væri það sem alltaf mætti eiga von á við þær aðstæður sem þá voru, ísingarveður í miklum stormi sem sligaði línurnar og braut staurana. Ekki væri áætlað að skipta um þessa línu á næstunni, t.d. með því að setja hana í jörð, en Rarik hefur ráðist í þær kostnaðarsömu framkvæmdir víða.

 

 

 

Kolbrún Haukdal hjúkrunarforstjóri á Fellsenda sagði að ónotalegt væri að búa við gamla ótrygga rafmagnslínu sem heimilið yrði að treysta á, línu sem lægi í kringum Fellið. Aðeins í fimm kílómetra fjarlægð frá Fellsenda hefði rafmagn haldist í nótt. “Annars var fólk rólegt hér og bara rómantískt við kertaljós. Við vorum tilbúin með gasgrillið hérna úti ef til þyrfti með hádegismatinn. En svo kom rafmagnið þannig að við þurftum ekki að nota grillið,” sagði Kolbrún.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is