Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2011 08:01

Þrjú fyrirtæki í startholunum að sækja um byggingaleyfi á Grundartanga

Umsóknir þriggja fyrirtækja, sem sótt hafa um athafna- og iðnaðarlóðir á Grundartanga, hafa verið í biðstöðu í allnokkra hríð vegna dráttar á afgreiðslu aðalskipulagsins á Grundartanga. Með úrskurði innanríkisráðuneytisins í síðustu viku er þeirri óvissu aflétt. Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segist aðspurður fagna niðurstöðunni. “Vissulega erum við ánægð með að ákvörðun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar hafi verið staðfest með úrskurði innanríkisráðherra og uppáskrift Skipulagsstofnunar. Nú geta umrædd fyriræki leitað eftir byggingarleyfi hjá sveitarfélaginu og það mun vera í undirbúningi,” segir Gísli í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

Og Gísli ítrekar það sem hann hefur nefnt áður, að óheppilegt sé fyrir Faxflóahafnir sf. og þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að hefja starfsemi á Grundartanga að ferillinn við úrlausn mála dragist úr hófi. “Nú er komin niðurstaða og því vonumst við til að málin komist sem fyrst á þann rekspöl sem að var stefnt. Enginn vafi er að á Grundartanga liggja afar áhugaverð tækifæri fyrir ýmis konar starfsemi sem hvorki munu hafa í för með sér óviðunandi mengun eða veruleg umhverfisáhrif. Það skiptir miklu máli að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og íbúar og eigendur Faxaflóahafna sf., séu sammála um að hverju skuli stefnt. Uppbygging svæðisins mun þannig best styrkja atvinnulíf og aðra uppbyggingu norðan og sunnan Hvalfjarðar,” segir Gísli Gíslason.

 

Sækja um byggingaleyfi

Umrædd þrjú fyrirtæki sem beðið hafa eftir úrlausn á lóðamálum á Grundartanga eru Kratus, sem hyggur á endurvinnslu álgjalls, fyrirtækið GMR (Geothermal metal recycling), sem hefur á prjónunum endurvinnslu brotamálma og svo Járn og blikk, sem er þjónustufyrirtæki m.a. við stóriðjuna. Að sögn Gísla hefur GMR sótt um byggingarleyfi til sveitarfélagsins og Kratus undirbýr umsókn, en ekki liggur endanlega fyrir með framkvæmdir á vegum Blikks og járns. Þá er verkfræðistofan Verkís að vinna að athugun á því fyrir Faxaflóahafnir sf. hvernig megi endurheimta votlendi á Grundartangasvæðinu. “Áhugavert er að safna að nýju vatni í Katanestjörnina, en á liðnum áratugum var unnið að því með margvíslegum aðgerðum að þurrka tjörnina upp með framræslu. Með endurheimt votlendisins má auka bindingu kolefnis, sem kemur umhverfinu til góða auk þess sem fuglalíf endurheimtir lífríka tjörn. Ósagt skal látið hvort þær aðgerðir leiði til þess að Katanesdýrið láti sjá sig að nýju,” segir Gísli að endingu í gamansömum tón.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is