Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2011 09:47

Snæfell keyrði yfir Njarðvíkinga

Snæfellingar komust á sigurbraut á ný þegar þeir fengu Njarðvíkinga í heimsókn í Hólminn í gær í IE-deildinni. Heimamenn byrjuðu  mjög vel í leiknum og unnu að lokum með 22 stiga sigur, 89:67. Snæfell náði þar með að lyfta sér úr áttunda sæti deildarinnar ofar á töfluna, en þrír fyrstu leikir fimmtu umferðar fóru fram í gærkveldi. Snæfell keyrði leikinn fljótt upp og skapaði sér forystu, 35:14, eftir fyrsta leikhluta sem liðsmenn létu aldrei af hendi. Leikurinn varð jafnari eftir að blásið var til annars hluta og liðin skiptust á að skora. Snæfellingar héldu um 20 stiga forystu framan af nokkuð áreynslulítið, en góð varnarvinna gestanna varð til þess að þeir náðu að minna muninn í fimmtán stig og staðan í hálfleik var 51:36 fyrir Snæfell.

 

 

 

Snæfellingar voru á hælunum í vörninni í byrjun seinni hálfleiks og misstu boltann ítrekað í sókninni. Gestirnir gengu á lagið og minnkuðu muninn í 10 stig 52:42 með góðri vörn og hröðum sóknum. Tæknivillu á Quincy Cole hjá Snæfelli var ekki til að bæta hlutina fyrir heimaliðið auk þess sem Jón Ólafur var komin í villuvandræði um miðjan þriðja hluta með fjórar villur. Snæfell náði sér aftur á strik, m.a. fyrir gott framlag Sveins Arnars og Quincy var drjúgur í teignum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 76:51 og heimamenn aftur komnir í þægilega stöðu. Það virtist ekki stórmál fyrir Snæfell að komast í 30 stiga mun 84:54 og gulltryggja sigurinn. Liðin fóru síðan að rúlla inn mönnum í lokin og lokatölur eins og áður segir 89:67.

 

Quincy Cole var atkvæðamestur hjá Snæfelli með 19 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson var með 15 og 6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davíðsson 12 stig og 4 stoðsendingar, Marquis Hall 12 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar, Ólafur Torfason 9 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar, Hafþór Gunnarsson 4, Egill Egilsson 2 og Snjólfur Björnsson 2 og 3 fráköst. Hjá Njarðvík var Travis Holmes stigahæstur með 17.

 

Næsti leikur Snæfells í IE-deildinni verður föstudaginn 11. nóvember gegn Stjörnunni í Ásgarði. Sömu lið mætast á sama stað í Lengjubikarnum, deildarbikarkeppninni, nk. mánudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is