Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2011 11:38

Karatefólk á leið til Svíþjóðar

Um þessa helgi munu landsliðsmenn í karate keppa á Stokkholm Open í Svíþjóð. Keppt verður bæði í kata og kumite, eldri landsliðsmenn keppa á laugardeginum en yngri á sunnudeginum. Íslenskir keppendur hafa farið á þetta mót undanfarin ár með góðum árangri og hlotið fjölda verðlauna, m.a. fimm gullverðlaun fyrir ári síðan og um 30 verðlaun í heild sinni.  Meðal þeirra sem eru að fara í þessa keppnisferð eru karatekona og karatemaður ársins 2010, þau Kristján Helgi Carrasco og Aðalheiður Rósa Harðardóttir frá Akranesi. Þessi ferð er liður í keppnisröð landsliðsfólksins á þessum vetri sem mun enda á Norðurlandameistaramóti sem haldið verður í Kristianstad Svíþjóð 14. apríl á næsta ári.  Auk landsliðsmanna fara aðrir karatekeppendur með í för en hópurinn sem fer út telur um 25 keppendur. Með í för til Svíþjóðar er landsliðsþjálfarinn í kata Magnús Kr. Eyjólfsson ásamt liðsstjórum og dómurum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is