Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2011 10:22

Trukk og dífa á Ungum gömlum

Þeir gerast varla betri popptónleikarnir en tónlistarhátíðin Ungir-gamlir sem fram fóru á Akranesi í gærkvöldi. Bíóhöllin var troðfull á tvennum tónleikur, fyrir þá yngri fyrir kvöldmat og þá eldri síðar um kvöldið. Þetta var í sjötta skipti sem verkefnið Ungir-gamlir fer fram og er uppskeruhátíð þess jafnan einn af dagskrárliðum Vökudaga. Eldri tónlistargestirnir sem voru nemendum Grundaskóla, Brekkubæjarskóla og tónlistarskólans til liðsinnis nú voru Valgeir Guðjónsson Stuðmaður, hinn ungi og efnilegi Jón Jónsson og sigurvegari í Söngkeppni framhaldsskólanna í ár, Dagur Sigurðsson. Undirleikur var í höndum Tíbrárfélaga og blásturssveitar Tónlistarskólans á Akranesi. Um skemmtilegar kynningar milli laga sé Andrés Helgason.  

 

 

 

 

Tónleikarnir voru stórskemmtilegir frá upphafi til enda og ljóst að mikið hæfileikafólk var þarna á ferðinni og ekki þarf að kvíða framtíðinni. Hver stórsmellurinn og ballaða á fætur annarri og söngur og hljóðfæraleikur tilþrifamikill. Lögin sem mörg hver voru frá gullöld bít- og rokktónlistarinnar voru smekklega flutt af röddum sem þeim hæfðu og ekki spillti fyrir tilþrifamikill hljóðfæraleikur Tíbrármanna og blásarasveitarinnar. Tilþrifin t.d. í Zeppelín-lögunum var alveg á borð við gömlu meistarana, en um sönginn í þeim lögum sá hinn raddvíði gestasöngvari Dagur Sigurðsson. Kór grunnskólanemanna kom líka mikið við sögu á tónleikunum, einkanlega undir lokin í laginu “Björgum þeim” og Stuðmannasyrpu. Sem sagt frábær popp- og dægurlagaveisla í Bíóhöllinni á Ungum-Gömlum. Enn stendur framtak Flosa Einarssonar tónmenntakennara í Grundaskóla fyrir sínu og er til útflutnings. Það voru Flosi og Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari Brekkubæjarskóla sem báru hita og þunga að undirbúningi verkefnisins Ungir Gamlir að þessu sinni.

 

Myndasyrpa frá hátíðinni verður í Skessuhorni sem kemur út í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is