Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2011 02:19

Brjótum múra í Tónbergi í dag og á morgun

Brjótum múra, ráðstefna um fjölmenningu hófst í Tónbergi á Akranesi föstudaginn 4. nóvember. Ráðstefnan er liður í verkefni sem ber yfirskriftina „Brjótum múra“ en það er unnið í samstarfi Rauða krossins á Akranesi, Akraneskaupstaðar og fleiri aðila. Verkefnið er styrkt af Progress áætlun Evrópusambandsins. Í kynningu segir að markmið ráðstefnunnar sé að efla samræðu um verkefni fjölmenningarsamfélagsins og skapa vettvang fyrir aðila úr ólíkum áttum til þess að koma saman, hlusta á hver annan og deila reynslu sinni. Á ráðstefnunni verður leitast við að setja innflytjendamál og fjölmenningu í samhengi og skilja hvaða forsendur þurfa að vera til staðar eigi að takast að nýta til fulls þá kosti sem menningarlegur fjölbreytileiki býður upp á og vinna vel úr þeim áskorunum sem fylgja því að búa í fjölmenningarsamfélagi.

 

 

 

Fundarstjóri ráðstefnunnar er Ragna Árnadóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra en Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra flutti ávarp í byrjun ráðstefnunnar í dag. Margir þungavigtarmenn í málefnum innflytjenda munu kveða sér hljóðs á ráðstefnunni, meðal annars Aleksandra Chlipala menningarsálfræðingur og Anna Kirova, prófessor við Háskólann í Alberta, Kanada Ráðstefnan stendur í dag frá kl. 13.00-16.15 og á morgun laugardag frá kl. 10.00-14.00 og eru allir sem láta sig málefnið varða velkomnir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is