Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2011 08:01

Skipavík sækir um þrjátíu lóðir undir heilsárshús

Fyrirtækið Skipavík hefur sótt um þrjátíu lóðir á svokölluðu Víkursvæði við golfvöllinn í Stykkishólmi. Hugmyndin er að byggja þar upp heilsárshús, lúxusgistingu sem hægt er að nota allt árið. “Útgangspunkturinn er sá að þarna verði gaman og notalegt, jafnvel í vondu veðri,” sagði Sigurjón Jónsson stjórnarformaður Skipavíkur í samtali við Skessuhorn. Hann segir ekki tilganginn vera að reka ferðaþjónustu, heldur koma þessu á koppinn. Vonast fyrirtækið til að fá einhvern annan til að sjá um reksturinn eða helst kaupa hann af Skipavík. “Við erum tilbúin að reka þetta í nokkur ár en ekki til langtíma litið, enda er ferðaþjónusta ekki beint hluti af starfsemi okkar. Þó erum við komin í samband við erlenda ferðaskrifstofu sem er tilbúin að auglýsa húsin fyrir okkur í bæklingunum sínum. Ferðaskrifstofa sem sér um ævintýraferðir um allan heim, sér í lagi vetrarferðir og margar hverjar á Norðurlöndunum.”

Nánar verður rætt við Sigurjón í Skipavík í næsta Skessuhorni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is