Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2011 09:01

Tæpir tveir þriðju atvinnulausra undir þrítugu

Á fundi fjölskylduráðs Akraness í vikunni sem leið með stuðningsaðilum Skagastaða, úrræðis fyrir atvinnuleitendur á Akranesi, kom fram að á Vesturlandi eru 336 virkir atvinnuleitendur. Af þeim eru 190 búsettir á Akranesi, þar af eru 38 í hlutastarfi og 152 eru ekki í neinni vinnu. Af þessum 190 sem eru í atvinnuleit á Akranesi eru 30 á aldrinum 16-25 ára og 26 á aldrinum 26-30 ára, sem þýðir að tæplega tveir þriðju þeirra sem eru án vinnu á Akranesi eru undir þrítugu. Þeir 190 sem eru án vinnu á Akranesi skiptast þannig að 100 konur eru án vinnu, 90 karlar og 29 af báðum kynjum með erlent ríkisfang. 

 

 

 

 

Skagastaðir er samvinnuverkefni Akraneskaupstaðar, Vinnumálastofnunar og Rauða krossins. Atvinnuleysistryggingasjóður hefur lagt til laun verkefnisstjóra, Akraneskaupstaður lagt fé til rekstursins og Rauði krossinn verið vinnuveitandi verkefnisstjóranna og veitt verkefninu margvíslegan stuðning. Ekki liggur fyrir hvort Atvinnuleysistryggingasjóður muni veita sams konar styrk til verkefnisins á næsta ári.

Á fund fjölskylduráðs komu Guðrún S. Gísladóttir forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Vesturlandi, Ólöf Guðnadóttir og Guðný Elíasdóttir verkefnisstjórar Skagastaða. Guðný og Ólöf greindu frá því að síðan Skagastaðir hófu starfsemi í mars 2010 hafi 230 ungmenni sótt staðinn í virkri atvinnuleit. Í dag eru 45 ungmenni með 8 klst. viðveruskyldu á viku.

Í bókun frá fundinum segir að fjölskylduráð telji mikilvægt að starfsemi Skagastaða haldi áfram eftir áramót í einhverri mynd. Fjölskylduráð óski eftir samvinnu við Atvinnuleysistryggingasjóð og Vinnumálastofnun um framhald starfseminnar, en niðurstaða sé ekki komin í það mál.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is