Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2011 11:01

Sjötíu þúsund manns stunduðu símenntun árið 2010

Árið 2010 sóttu 70.200 manns á aldrinum 16-74 sér einhvers konar fræðslu, annað hvort í skóla eða aðra fræðslu með leiðbeinanda, 31,4% landsmanna. Í samantekt Hagstofunnar kemur fram að frá árinu 2003 hefur hlutfall landsmanna á aldrinum 16-74 sem stundar einhvers konar nám heldur farið hækkandi. Hlutfallið var 28,3% árið 2003 en fór hæst í 33,1% árið 2006. Sé aðeins miðað við aldurinn 25-64 ára, sem er virkasti hópurinn á vinnumarkaði, sækir um fjórðungur landsmanna sér fræðslu, tæplega 41 þúsund manns.

 

 

 

 

Hlutfall kvenna sem sækir sér fræðslu er hærra en hlutfall karla. Þannig sóttu 35,1% kvenna á aldrinum 16-74 ára eins hvers konar fræðslu, þar með taldar þær sem stunduðu nám í skóla árið 2010, en 27,8% karla. Konur eru fleiri en karlar meðal þeirra sem sækja námskeið, stunda nám í skóla og sækja sér annars konar fræðslu. Hlutfall fólks á aldrinum 16-74 ára sem sækir sér menntun er mestur meðal háskólamenntaðra, 33,8% en lítið eitt lægri meðal þeirra sem aðeins hafa lokið grunnmenntun, 32%. Þá sækja 29,4% þeirra sem hafa lokið framhaldsskólamenntun einhvers konar fræðslu árið 2010. Lítill munur er á þátttöku kynjanna í símenntun meðal þeirra sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun en konur sem hafa lokið framhaldsskóla eða háskóla stunda símenntun í mun meira mæli en karlar með sambærilega menntun.

Þátttaka í símenntun er mun meiri meðal atvinnulausra og fólks utan vinnumarkaðar en meðal starfandi fólks. Þannig sóttu 39% 16-74 ára utan vinnumarkaðar sér fræðslu árið 2010, 38,8% atvinnulausra en 28,9% starfandi fólks. Formleg menntun í skóla er talin með en margir þeirra yngri sem eru utan vinnumarkaðar eru námsmenn. Karlar sem standa utan vinnumarkaðar sækja menntun í meira mæli en atvinnulausir og starfandi karlar. Atvinnulausar konur sækja hins vegar frekar menntun en starfandi konur og konur utan vinnumarkaðar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is