Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2011 09:28

Snæfellsstúlkur biðu lægri hlut í Njarðvík

Snæfellsstúlkur héldu til Njarðvíkur síðastliðinn laugardag þar sem þær mættu Njarðvík í fimmtu umferð Iceland Express deildar kvenna í körfuknattleik. Þrátt fyrir jafnan leik töpuðu þær með tíu stigum, 90-80, og sitja því í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig líkt og Fjölnir og Valur. Snæfellingar komu ákveðnir til leiks og áttu fyrstu stig leiksins. Náðu þær forystu á fyrstu mínútunum og héldu henni þar til Njarðvík jafnaði í stöðunni 20-20 og komst síðan yfir. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 28-24 heimastúlkum í vil. Leikurinn hélt áfram að vera jafn og skemmtilegur en Njarðvík var alltaf skrefinu á undan. Staðan í hálfleik var 52-46 og þó svo að Snæfell hafi náð að jafna í stöðunni 56-56, og aftur í stöðunni 64-64, hélt Njarðvík sinni forystu. Lokatölur eins og áður sagði 90-80 Njarðvík í vil.

 

 

 

 

Hildur Sigurðardóttir var stigahæst í liði Snæfells með 28 stig, sjö fráköst og sex stoðsendingar og næst henni var Kieraah Marlow með 23 stig, 15 fráköst og sjö stoðsendingar. Helga Hjördís Björgvinsdóttir setti 14 stig, Hildur Björg Kjartansdóttir sex, Ellen Alfa Högnadóttir fjögur, Alda Leif Jónsdóttir þrjú og Sara Mjöll Magnúsdóttir tvö. Aðrar komust ekki að blað. Stigahæstar í liði Njarðvíkur voru Lele Hardy og Shanae Baker báðar með 26 stig.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is