Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2011 12:02

Aðalheiður Rósa stóð sig vel með landsliðinu

Íslenska landsliðið í karate keppti á Stockholm Open nú um helgina. Skagamærin Aðalheiður Rósa Harðardóttir var með í för. Mótið var mjög sterkt þetta árið, en yfir 650 keppendur frá ellefu löndum tóku þátt báða dagana. Íslenska liðið stóð sig mjög vel og uppskar sex gull, sex silfur og sex brons. Bestum árangri fullorðinna náði Aðalheiður Rósa sem fékk tvö silfur og eitt brons í einstaklingsflokki auk þess að fá gull í teamkata ásamt Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur og Kristínu Magnúsdóttur. Aðalheiður háði harða baráttu í senior flokknum við Norðurlandameistarann í kata, Anne Sofie Sörensen frá Danmörku, en beið lægri hlut í úrslitum. Þegar öll stig voru tekin saman eftir laugardaginn þá stóð íslenska liðið uppi sem sigurvegari og vann því fullorðinskeppnina á laugardeginum. Á sunnudeginum hófu yngri unglinga sína keppni en þar stóð Davíð Freyr Guðjónsson manna best, fékk tvö gull í cadetflokkum og tvö gull í teamkata ásamt liðsfélögum sínum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is