Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2011 02:42

Þjóðahátíðin fer sífellt stækkandi

Hin árlega Þjóðahátíð var haldin í fimmta sinn á Akranesi síðastliðinn laugardag. Alls tóku 102 sjálfboðaliðar þátt að þessu sinni frá 42 þjóðarbrotum. Meðal þátttakenda á hátíðinni var fríður hópur ungra innflytjenda sem starfar undir merkjum Alþjóðatorgs ungmenna. Að sögn Pauline McCarthy, skipuleggjanda hátíðarinnar, verður hátíðin stærri með hverju árinu en á bilinu 1000 og 1500 manns sóttu Þjóðahátíðina í ár.

“Það var ekki pláss fyrir alla niðri í íþróttasal og því þurftu um hundrað manns frá Ungmennaráði Reykjavíkur, sem stóðu fyrir kynningu á Nepal, að láta sér nægja að vera í bás fyrir ofan salinn. Að þessu sinni var hátíðin tileinkuð Nepal og á Akranes komu tvær rútur með prúðbúnum íbúum á Íslandi, sem eiga rætur eða tengsl við Nepal,” sagði Pauline meðal annars í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Alls voru tólf atriði á dagskrá Þjóðahátíðar nú og ber þar fyrst að nefna poppstjörnuna Haffa Haff sem söng og dansaði eins og honum einum er lagið. Þjóðahátíðin bauð einnig upp á söng og dans frá hinum ýmsu þjóðum líkt og Spáni, Grikklandi, Frakklandi, Arabíu og Skotlandi. Alþjóðlegu samtökin Seeds, eða See beyond borders, voru með atriði og þá var pólskur ljósmyndaklúbbur með sýningu sem innihélt myndir bæði frá Akranesi og Reykjavík. Þá fengu gestir eins og áður að bragða á gómsætum réttum frá ýmsum löndum. “Hátíðin var alveg yndisleg og allt heppnaðist mjög vel,” sagði Pauline McCarthy að lokum.

 

Meðfylgjandi mynd tók Kolbrún Ingvarsdóttir ljósmyndari Skessuhorns á Þjóðahátíðinni, en fleiri myndir birtast í Skessuhorni sem kemur út nk. miðvikudag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is