Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2011 05:07

Hækkaði aflamark í síld í 45 þúsund tonn

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið í framhaldi af ráðgjöf Hafró 3. nóvember sl. að hækka heildaraflamark í íslenskri sumargotssíld um 40 þúsund tonn. Fyrr á þessu hausti úthlutaði ráðherra 5 þúsund tonnum í sama aflamarki. Samtals er því heildaraflamark í sumargotssíld 45 þúsund tonn. Þar af fara tvö þúsund tonn í sérstaka leiguúthlutun til smábáta samkvæmt lögum nr. 70/2011. Af þessum 2000 tonnum hafa 350 tonn þegar verið leigð út. Rannsóknir Hafró við Suður- og Suðausturland í sumar og fyrrasumar sýna að síld þar er minna sýkt en síld við Vesturland og fullorðin síld er blönduð smásíld. „Í ljósi þessa er ákveðið að vernda síld á þessum svæðum. Með breytingu á reglugerð 770 frá 2006 er veiði á sumargotssíld til bráðabirgða takmörkuð við Faxaflóa og Breiðafjörð eða svæði sem nær frá Garðskagavita að Bjargtöngum,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is