Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2011 09:26

Víða foktjón í landshlutanum

Í gær og nótt gekk kröpp lægð yfir landið með tilheyrandi hvassviðri hér á Vesturlandi. Fyrst náði veðrið sér á strik á Akranesi um miðjan daginn og var Björgunarfélag Akraness þá kallað út eftir að tilkynningar bárust um að þakplötur væru að fjúka af tveimur íbúðarhúsum í bænum. Greiðlega gekk að koma í veg fyrir frekara tjón. Um kvöldið færðist veðrið síðan aftur í aukana og víðar, meðal annars á Snæfellsnesi og í Borgarnesi þar sem lausir munir og byggingarefni tók að fjúka. Þannig var björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi kölluð út í gærkvöldi vegna vinnuskúrs sem tekinn var að losna af grunni. Þá fauk þakkantur af brugghúsi Mjaðar og annar kantur af íbúðarhúsi. Á Akranesi fauk byggingarefni við Dvalarheimilið Höfða og sömuleiðis var björgunarsveitin Brák í Borgarnesi kölluð út um miðja nótt vegna foks við Dvalarheimili aldraðra þar í bæ.

 

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is