Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2011 12:31

Sætur sigur Snæfells í Ásgarði

Ólafur Torfason var hetja Snæfells í gær þegar Snæfell lagði Stjörnuna 94:95 í Lengjubikar karla í Garðabæ. Ólafur náði sóknarfrákasti í þann mund sem leiktíminn rann út og allt stefndi í framlengingu. Hann fékk vítaskot og gerði skyldu sína, skoraði úr öðru vítaskotinu og dugði það. Þetta var góður endir á erfiðri ferð Hólmara sem þurftu að fara á milli í miklu hvassviðri meðan kröpp lægð gekk yfir landið. Snæfellingar voru mun betra liðið lengst af leiknum og það var ekki fyrr en fór að líða að fjórða og síðasta leikhlutanum sem heimamenn tóku virkilega við sér. Staðan í leikhléi var 50:36 og gestirnir skoruðu síðan sjö fyrstu stigin í seinni hálfleiknum, þannig að þá var staðan orðin 57:36. Í þeirri stöðu tóku Stjörnumenn á sig rögg og eftir að pilturinn úr Hvalfjarðarsveitinni, Fannar Freyr Helgason, lokaði þriðja leikhlutanum með þristi var staðan orðin 66:73.

Fannar opnaði síðan fjórða leikhluta einnig með þristi og staðan 69:73. Garðbæingar voru allan fjórða leikhluta að narta í hæla gestanna og það gaf virkilega á bátinn fyrir Hólmara þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Pálmi Freyr Sigurgeirsson fékk þá tæknivillu fyrir samskipti sín við dómara leiksins og skömmu síðar kom Marvin Valdimarsson Stjörnunni yfir í fyrsta sinn í leiknum, er hann breytti stöðunni í 91:90. Lokakaflinn var æsispennandi, bæði lið voru í bullandi villuvandræðum og komin með skotrétt svo lítið mátti út af bera. Marquis Hall og Jón Ólafur Jónsson voru báðir utan vallar með fimm villur og hjá Stjörnunni þeir Fannar Freyr og Sigurjón Lárusson. Þegar staðan var jöfn 94:94 og 18 sekúndur eftir, stillti Pálmi Freyr upp og sem fyrr segir endaði sú sókn með því að boltinn endaði í frákastinu í höndum Ólafs Torfasonar sem skoraði útslitastigið.

 

Hjá Snæfelli var Marquis Sheldon Hall atkvæðamestur með 20 stig og 8 stoðsendingar, Quincy Hankins-Cole kom næstur með 16 stig og 11 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 13, Egill Egilsson 12 stig og 4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 12, Ólafur Torfason 12 og 8 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 7 og Sveinn Arnar Davíðsson 3 stig og 4 fráköst. Hjá Stjörnunni voru Fannar Freyr Helgason og Justin Shouse stigahæstir með sitthvor 20 stigin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is