Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2011 11:24

Leitaði að áfengi í heimahúsi

Til átaka kom í heimahúsi á Akranesi í vikunni. Að sögn lögreglu virðist sem maður hafi komið þangað í leit að áfengi og verið ósáttur þegar húsráðandi sagði honum að það væri ekki til. Atburðarás er nokkuð óljós en svo virðist sem aðkomumaður hafi ráðist á húsráðanda sem varðist og hafði hinn undir. Lögregla fór með gestinn á slysadeild þar sem talsvert sá á honum og eftir læknisskoðun var hann færður í fangageymslu. Hann var svo yfirheyrður að morgni en mundi þá lítið eftir atburðarásinni.  Þá var ofurölvi maður fjarlægður af veitingastað og hugðust lögreglumenn koma honum heim. Hann virtist þó ekki vera alveg á þeim nótunum því eftir að honum hafði verið komið inn heima hjá sér, kom hann hlaupandi út og réðist að lögreglumönnum. Maðurinn var því handjárnaður og vistaður í fangaklefa þar til af honum var runnið. Loks var brotist inn á verkstæði á Akranesi í vikunni. Hurð var spennt upp og rúða brotin. Talsvert var rótað innandyra en ekki er ljóst hvort einhverju var stolið. Málið er í rannsókn.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is