Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2011 11:07

Segir að nú sé lag að tvöfalda Hvalfjarðargöngin

Í síðustu viku sagði Skessuhorn frá tillögu sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar nýverið. Þar skoruðu bæjarfulltrúar á Akranesi á innanríkisráðherra, sem fer með samgöngumál í ríkisstjórninni, að þegar verði hafist handa við tvöföldun Hvalfjarðarganga. Í Skessuhorni vikunnar er rætt við stjórnarformann Spalar, Gísla Gíslason, en hann telur meðal annars að tvöföldun Hvalfjarðarganga verði orðin aðkallandi fyrir árið 2015. “Augljóst er að í samanburði við önnur göng, þar sem umferð er mun minni, ætti tvöföldun Hvalfjarðaganga að vera í forgangi, ef horft er til umferðaröryggismála. Rök standa til að um þessar mundir ætti að vera hægt að fá hagstæðari tilboð í gangagerðina heldur en að bíða í nokkur ár eftir því að vandann þurfi að leysa vegna brýnnar þarfar. Framkvæmd af þessari stærðargráðu yrði vel þegin í kalt efnahagskrefi. Ef ríkið er tilbúið til þess að bera ábyrgð á lánum vegna Vaðlaheiðarganga, þá ætti það sama við um Hvalfjarðargöng, burtséð frá því hvort ný Hvalfjarðargöng verði fjármögnuð með vegtolli eða framlögum ríkisins,” sagði Gísli Gíslason meðal annars í samtali við Skessuhorn.

 

Nánar er rætt við Gísla Gíslason stjórnarformann Spalar í fréttaskýringu um málið í Skessuhorni vikunnar.

 

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is