Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2011 01:53

Félagsmiðstöðin á Hvanneyri flutt í Skemmuna

Endurvakin hefur verið félagsmiðstöð fyrir unglinga á Hvanneyri. Staðsetning miðstöðvarinnar síðasta ár hefur verið við hliðina á barnum en það þótti ekki nógu heppilegt og var því farið í að leita að öðrum og hentugri stað. Að sögn Hjördísar Hjartardóttur félagsmálastjóra Borgarbyggðar liggur húsnæði á Hvanneyri hins vegar ekki á lausu og varð þrautalendingin að leita til forráðamanna safnaðarheimilisins um að hýsa félagsmiðstöðina í Skemmunni.  „Stjórn safnaðarheimilisins með sr. Flóka Kristinsson í broddi fylkingar tók erindinu ljúfmannlega og ákvað að heimila starfsemina í safnaðarheimilinu Skemmunni,“ segir Hjördís.

 

 

 

 

Unglingar á staðnum sáu síðan sjálfir um að flytja eigur félagsmiðstöðvarinnar, sem tók í framhaldi af því til starfa í lok október. Starfsmaður er sá sami og síðasta ár, Snædís Anna Þórhallsdóttir nemi við LBHÍ. Félagsmiðstöðin er opin öllum unglingum í 7.-10. bekk á miðvikudagskvöldum kl. 20 til 22 og er því upplagt að skella sér í Skemmuna í kvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is