Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2011 06:45

Litlu bátarnir komnir á síld í Breiðafirði

Smærri bátar eru nú byrjaðir á síldveiðum í Breiðafirði. Veiða þeir úr tvö þúsund tonna síldarkvótapotti sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra leyfði veiðar á til smærri báta. Þessar veiðar einskorðast við sumargotssíldinni við Breiðafjörð og Faxaflóa, eða svæði sem nær frá Garðskagavita að Bjargtöngum. Litli Hamar SH 222 í Rifi hefur farið nokkrum sinnum út og fengið allt upp í 1200 kíló á miðjum firði úti af Grundarfirði. Á þriðjudaginn fór Sandvík SH 4 frá Stykkishólmi í sinn fyrsta róður og kom með 700 kíló af síld að landi.

Margir eigendur smærri báta eru í startholunum með að leggja reknet sín fyrir síldina og stærri bátarnir eru komnir á svæðið og moka upp síldinni rétt við Hrútey út undir Bjarnarhöfn. Þannig fyllti Álfsey frá Vestmannaeyjum á rúmum tveimur tímum á mánudaginn og þriðjudag voru Kap frá Vestmannaeyjum og Jóna Eðvalds frá Hornafirði að mæta upp undir Hólminn, að sögn Símonar Sturlusonar sem var á útkíkkinu þar á þriðjudaginn.

 

 

 

 

Kristinn Jón Friðþjófsson útgerðarmaður í Rifi sem gerir úr Litla Hamar, sem er á síldinni og á þrjá stærri báta, segir að það sé frábært að fá að veiða síldina og hún sé mikil búbót. “Það má segja að síldin sé við bæjardyrnar hjá okkur, þar sem stutt er að sækja út undir Grundarfjörð og Hólminn,” segir Kristinn en þrjú reknet dugðu til að ná 1200 kílóunum. Kristinn sagði að síldin væri fryst í beitu, enda þarf útgerðin um 50 tonn af beitu yfir vertíðina.

Páll Guðmundsson skipstjóri á Sandvík SH 4 sagði að það væri munur að þurfa bara að skreppa spölkorn út undir Kiðey til að ná í síldina, en hún er rétt útfyrir Nónvík þar sem Skipavíkurhöfnin er. “Þetta minnir mann á það þegar við vorum á skelinni og það var bara spölkorn að sækja,” segir Páll. Hann segir að til að byrja með allavega verði síldin fryst í beitu, en ekki væri útilokað að könnuð verði hagkvæmnin að salta einhvern hluta, en veiðileyfi á hvern bát nær þó aðeins til fimm tonna í einu. Þegar búið er að veiða fjögur tonnin er hægt að sækja um viðbótarmagn. Þegar er búið að leigja út 350 tonn af 2000 tonnunum sem ætlaðar eru smærri bátum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is