Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2011 08:01

Slæmar gæftir og lítill afli báta í Snæfellsbæ

“Þetta er búið að vera lélegt og gæftir slæmir. Það kom til dæmist ein vika þar sem bátarnir komust ekkert á sjó,” segir Pétur Bogason hafnarvörður í Ólafsvík aðspurður um aflabrögð síðustu vikurnar. Alls bárust til löndunar í Ólafsvík í októbermánuði 354 tonn í samanburði við 425 tonn í september. Meira jafnræði var á lönduðum afla á Arnarstapa þessa mánuði. Tæplega 60 tonn komu til löndunar sitthvorn mánuðinn. Katrín SH kom með mestan afla á Arnarstapa, 18 tonn í október og 22 tonn í september. Pétur hafnarvörður nefndi sem dæmi um aflabrögðin og gæftirnar að undanförnu að fyrsti dagurinn sem bátarnir komust á sjó frá Ólafsvík eftir vikubræluna var föstudagurinn síðasti.

Þá hafi skásti aflinn verið hjá snurvoðabátnum Agli sem kom með tæp fimm tonn, en afli hinna bátanna hafi verið allt niður í 500 kíló. Á sunnudag fóru síðan á veiðar tveir línubátar með sína 25 bala hvor og fengu 300 og 600 kíló á grunnslóðinni. Þann sama daga fór líka Bárður til skötuselsveiða og fékk 2,7 tonn. “Það er eiginlega ljósi punkturinn í þessu skötuselurinn. Betur gengur á þeim veiðum en hjá hinum og sem dæmi hvað þetta gekk verr í október en september þá var aflahæsti skötuselsbáturinn Bárður með 46 tonn í september en 36 í október,” segir Pétur. Aflahæst hjá línubátunum frá Ólafsvík er Brynja SH með rúm 40 tonn hvorn mánuð sem af eru þessu fiskveiðiári. Af snurvoðabátunum var Gunnar Bjarnason SH aflahæstur í september með 45 tonn og Egill SH í október með 38 tonn.

 

Hundrað kíló á balann

Sigurður Gunnarsson hafnarvörður í Rifi segir að nýliðinn októbermánuður hefði verið sá lélegasti síðan 2006 en þá var landaður afli 438 tonn. Í nýliðnum októbermánuði var landað í Rifshöfn 567 tonnum, en til samanburður var 804 tonnum landað í október í fyrra. Á land komu í Rifi núna í septembermánuði 730 tonn. Aflahæsti báturinn í báðum mánuðunum það sem af er fiskveiðiárinu er Saxhamar SH, með 168 tonn í september og 153 tonn í október. Tjaldur SH kom næstur í september með 103 tonn og Örvar SH í október með svipað magn. Sigurður hafnarvörður segir að aflabrögðin hjá línubátunum í október hafi ekki verið nema um 100 kíló á balann að meðaltali sem sé mjög lélegt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is