Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2011 09:47

Fjölmenn leit stendur nú yfir að ferðamanni á Mýrdalsjökli

Á annað hundrað björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu leita nú að erlendum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi og á Mýrdalsjökli. Auk sveita af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu er nú búið að kalla út vana fjallamenn m.a. frá Björgunarfélagi Akraness og björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi sem eru að hefja undirbúning ferðar austur. Leit að manninum, sem talinn er vera sænskur, hófst í gærkvöldi eftir að hann hringdi í Neyðarlínuna um klukkan 22:30.  Sagðist hann vera orðinn kaldur og hrakinn og auk þess villtur og óskaði eftir hjálp. Eftir það rofnaði sambandið við manninn. Auk björgunarsveitafólks sem þegar hóf leit, flaug þyrla Landhelgisgæslunnar yfir svæðið, en skyggni var afleitt þannig að þyrlan varð frá að hverfa, en flaug aftur til leitar klukkan sex í morgun.  Leitin beinist nú að sunnanverðum Mýrdalsjökli, en þaðan er talið að símtalið hafi borist. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að nú sé verið að senda leitarmönnum nokkra snjóbíla, þar sem jeppar koma ekki að gagni á svæðinu. Þá taka auk þess fimm leitarhundar þátt í leitinni. 

Kalsaveður var á svæðinu í gærkvöldi og í nótt, skánaði í morgun, en spáð er að veður versni aftur til muna um hádegisbilið í dag. Mikill kraftur verður því settur í leitarstörf nú.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is