Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2011 02:01

Landsbankinn bakhjarl tíundu bekkinga við gangbrautavörslu

Í gær var undirritaður nýr þriggja ára samstarfssamningur milli Grundaskóla á Akranesi og Landsbankans um stuðning bankans við gangbrautavörsluverkni skólans. Verkefnið er alfarið í höndum nemenda tíundu bekkjar skólans hverju sinni. Fer það þannig fram að hópur nemenda stendur vakt á morgnana í skammdeginu við gangbrautir sem þvera ökuleiðir við skólann og aðstoða yngri nemendur við að komast yfir göturnar. Nú eru 54 nemendur í 10. bekk Grundaskóla og stendur hver nemandi vakt í viku í senn, tvisvar yfir skólaárið.

 

 

 

 

 

Grundaskóli er móðurskóli umferðarfræðslu hér á landi og er löng hefð fyrir þessu verkefni í skólanum. Gangbrautavarslan hafi þannig verið nær óslitið síðastliðin 17 ár. Að sögn Sigurðar Þórs Elíssonar verkefnastjóra umferðarfræðslu líta nemendur elsta bekkjar á verkefnið sem jákvætt og skemmtilegt samfélagsverkefni og hafi þannig verið frá upphafi. Sjálfur er Sigurður Þór fyrrum nemandi við skólann og minnist þess að hann tók sjálfur þátt í verkefninu fyrir um 15 árum. Í þessu verkefni beri nemendur ábyrgð á velferð yngri nemenda við skólann í skammdeginu frá því í nóvember og út febrúar mánuð ár hvert. Sem umbun fyrir þessa vinnu er aflað styrks sem í þessu tilfelli kemur frá Landsbanka Íslands og rennur hann í ferðasjóð útskriftarnema. Aðspurður segir Sigurður Þór að verkefni af þessu tagi mætti vera víðar í skólum landsins. Sambærilegt verkefni sé þó í gangi við grunnskólann á Sauðarkróki og á Akureyri eru það foreldrar sem standa vaktina við Naustaskóla. Í Reykjavík er auk þess eftirlit við nokkra hverfaskóla.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is