15. nóvember. 2011 08:01
Minnt er á opinn íbúafund sem haldinn verður á Hótel Borgarnesi í kvöld, þriðjudaginn 15. nóvember klukkan 20. Þar verður rætt um skemmtileg og skapandi verkefni sem framundan eru og Neðribæjarsamtökin gætu unnið að 2011 – 2012. Rætt um hvernig hlúa megi að þeim þannig að þau vaxi og dafni. Á fundinum verður Sigríður Margrét Guðmundsdóttir fyrst með stutt yfirlit yfir stöðu mála hjá Neðribæjarsamtökunum. Þá segir Eiríkur Jónsson frá Danshátíð og Brákarhátíð og Rósa Björk Halldórsdóttir frá Markaðsstofu Vesturlands flytur erindi. Þá munu Helga Halldórsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Bryndís Hlöðversdóttir ásamt Sigursteini Sigurðssyni arkitekt kynna vangaveltur og hugmyndir varðandi Brákarey. Loks verða almennar umræður.