Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2011 11:39

Víðtæk leit í gangi á Suðurlandi

Um 220 björgunarsveitamenn eru nú við leit að sænska ferðamanninum við Sólheimajökul. Leitin hefur enn engan árangur borið. Fjöldi björgunarmanna er einnig í hvíld eftir að hafa leitað í alla nótt. Leitarmenn koma af mestöllu landinu og meðal annars voru björgunarsveitir á Vesturlandi kallaðar til aðstoðar í nótt, en nokkrar þeirra tóku þegar í gær þátt í leitinni.  Áhersla leitarinnar er á jöklinum sjálfum en aðstæður þar eru erfiðar, hann er háll, sprunginn og töluvert er um hættulega svelgi. Því er aðeins fólk sem vant er aðstæðum á jökli í því verkefni. Annað leitarfólk, þ.m.t. átta hundateymi, kembir svæðið umhverfis jökulinn. Ekki er talið að sá týndi hafi verið með búnað til að fara langt inn á jökul og alþekkt er að týnt fólk finnist langt frá þeim stöðum sem það telur sig vera á. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á flugi yfir leitarsvæðið. Veður er enn þokkalegt en útlit fyrir að verra veður, sem spáð var um hádegisbil, verði seinna á ferðinni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is