Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2011 11:42

Ákveðið að ráðast í skemmubyggingu við Garðavöll

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt drög að samningi við Golfklúbbinn Leyni um byggingu vélaskemmu við Garðavöll. Samningurinn gerir ráð fyrir að Leynir byggi rúmlega 500 fermetra skemmu við golfvöllinn og að þátttaka Akraneskaupstaðar í byggingarkostnaði verði 20 milljónir króna, auk þess að bærinn innheimti ekki byggingarleyfisgjöld. Samningnum er vísað til endanlegra afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bygging vélaskemmunnar hefur verið á dagskrá frá vorinu 2010, en aðstaða við golfvöllinn fyrir tæki og búnað hefur verið ófullnægjandi um langt skeið, gamli litli bragginn sem þar stendur fyrir löngu orðið barn síns tíma. Jón Pálmi Pálsson hjá Framkvæmdastofu Akraness segir að í nýju vélaskemmunni verði geymslurými fyrir tæki og búnað við golfvöllinn, verkstæði til að viðhalda vélum og aðstaða fyrir starfsmenn sem vinna við golfvöllinn.

 

 

 

Kostnaðaráætlun fyrir byggingu vélaskemmunnar er upp á 53 milljónir króna og mun Akraneskaupstaður með sínu framlagi eiga 38% eignarhluta í skemmunni. Í framkvæmdaáætlun er gert ráð fyrir að jarðvegsframkvæmdir hefjist innan skamms. Skemman verði fokheldi í vor, frágangi við lóð verði lokið næsta haust og mannvirkið fullbúið vorið 2013. Hluti framkvæmdarinnar verði boðin út, en ákveðnir verkhlutar unnir í sjálfboðavinnu af klúbbfólki eins og mögulegt er.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is